Vantar 1,5 milljarða í vegina til að standa við kosningaloforðin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2021 22:44 Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kynntur á Kjarvalsstöðum þann 28. nóvember síðastliðinn. Vilhelm Gunnarsson Fimmtánhundruð milljóna króna gat er í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að unnt sé að ráðast í þá vegagerð sem samgönguáætlun mælir fyrir um. Innviðaráðherra neitar því að þetta þýði niðurskurð. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00