Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 19:24 Jökull Gíslason sérhæfir sig í netglæpum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/skjáskot/sigurjón Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull. Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull.
Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira