Hvers virði eru Samtökin ‘78? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. desember 2021 08:00 Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun