Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2021 14:00 Elín og Bjarni með menningarviðurkenninguna, sem þau fengu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021. Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga. Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Það er alltaf gaman að koma í Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til þeirra Bjarna og Elínar til að glugga í nýjar bækur eða gamlar, eða jafnvel bara til að fá sér kaffisopa. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar heimsótti Bókakaffið í vikunni og færði þeim hjónum menningarviðurkenningu sveitarfélagsins fyrir árið 2021. „Þetta er bara mikill heiður og mjög ánægjulegt og eins og ég sagði við afhendinguna, og auðvitað mikilsvert fyrir svona lítið fyrirtæki að fá svona viðurkenningu og mikilvægast frá nærsamfélaginu,“ segir Bjarni. „Já, ég er alveg 100 prósent sammála, það er bara uppörvandi að fá þetta og maður heldur þá ótrauður áfram við það, sem maður var að gera,“ bætir Elín við. „Við höfum verið að selja bækur og svo hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Bæði það að við höfum komið að útgáfu, þar að segja framleiðslu á bókum og vaxandi endurvinnslu á bókum, þar að segja sölu á gömlum bókum, bæði hérna og svo opnuðum við útibú í Reykjavík,“ segir Bjarni. Menningarnefnd Árborgar, ásamt Bjarna og Elínu þegar afhending verðlaunanna fór fram í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er brjálað að gera hjá Bjarna og Elínu fyrir jól enda eru þau að gefa út 32 titla af nýjum bókum. „Það lendir nú miklu meira á Elínu og starfsfólkinu, ég er búni að grafa mig inn í haugana af gömlum bókunum og þar tikkar klukkan svolítið öðruvísi. Vinnudagarnir eru vissulega langir en svolítið öðruvísi,“ segir Bjarni enn fremur. En er skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður? „Já, það er ekkert hægt að líkja því saman Magnús minn, hér er lífið,“ segir Bjarni kampakátur með menningarviðurkenninguna og vel gengni bókakaffisins og bókaútgáfunnar Sæmundar, sem þau hjónin eiga.
Árborg Alþingi Bókaútgáfa Jól Menning Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira