Raforkuskortur gæti valdið 3,4% meiri losun Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 21. desember 2021 20:30 Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun