Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 10:25 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. vísir/egill Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
„Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33