Segir að öllum sé slétt sama um velferð leikmanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 13:31 Jordan Henderson segir að álagið yfir jólahátíðina sé alltof mikið. epa/PETER POWELL Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að öllum virðist vera slétt sama um velverð leikmanna. Mikið álag er á Liverpool um hátíðarnar en liðið leikur fimm leiki á tveimur vikum, þrátt fyrir að meiðsli og kórónuveiran hafi gert því skráveifu. Liverpool mætir Leicester City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil ákefðin er,“ sagði Henderson við BBC. „Fyrir okkur er fótboltinn allt og við viljum geta lagt okkur alla fram í hvert einasta sinn sem við stígum inn á völlinn. En því miður er það erfitt að á þessum tíma. Þetta hefur verið svona í nokkur ár og verið erfitt en núna bætist Covid ofan á og gerir þetta enn erfiðara og verra.“ Þrátt fyrir að smitum innan herbúða liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafi fjölgað mjög var ákveðið að halda keppni áfram um hátíðirnar. Sex af leikjunum tíu sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi var frestað. „Ákvarðanir eru teknar og auðvitað viljum við sem leikmenn spila. En ég hef áhyggjur af velferð leikmanna og finnst að enginn taki hana nógu alvarlega sérstaklega í þessu árferði, með Covid,“ sagði Henderson. „Við reynum að ræða okkar á milli og hafa einhver áhrif í framtíðinni en eins og staðan er núna finnst mér eins og það sé ekki borin virðing fyrir leikmönnum að því leyti þeir hafi ekki talsmann og hafi vald til að mótmæla og segja að þetta sé ekki í lagi út frá heilsu þeirra.“ Henderson missti af jafntefli Liverpool og Tottenham, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna flensu. Nokkrir aðrir leikmenn voru frá vegna kórónuveirusmita og meiðsla. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Mikið álag er á Liverpool um hátíðarnar en liðið leikur fimm leiki á tveimur vikum, þrátt fyrir að meiðsli og kórónuveiran hafi gert því skráveifu. Liverpool mætir Leicester City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil ákefðin er,“ sagði Henderson við BBC. „Fyrir okkur er fótboltinn allt og við viljum geta lagt okkur alla fram í hvert einasta sinn sem við stígum inn á völlinn. En því miður er það erfitt að á þessum tíma. Þetta hefur verið svona í nokkur ár og verið erfitt en núna bætist Covid ofan á og gerir þetta enn erfiðara og verra.“ Þrátt fyrir að smitum innan herbúða liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafi fjölgað mjög var ákveðið að halda keppni áfram um hátíðirnar. Sex af leikjunum tíu sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi var frestað. „Ákvarðanir eru teknar og auðvitað viljum við sem leikmenn spila. En ég hef áhyggjur af velferð leikmanna og finnst að enginn taki hana nógu alvarlega sérstaklega í þessu árferði, með Covid,“ sagði Henderson. „Við reynum að ræða okkar á milli og hafa einhver áhrif í framtíðinni en eins og staðan er núna finnst mér eins og það sé ekki borin virðing fyrir leikmönnum að því leyti þeir hafi ekki talsmann og hafi vald til að mótmæla og segja að þetta sé ekki í lagi út frá heilsu þeirra.“ Henderson missti af jafntefli Liverpool og Tottenham, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna flensu. Nokkrir aðrir leikmenn voru frá vegna kórónuveirusmita og meiðsla. Leikur Liverpool og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira