Félagið tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.
Guðlaugur mun aðstoða Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur þjálfað Skagamenn undanfarin ár en liðið hafnaði í níunda sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð.
Guðlaugur þjálfaði Þrótt Reykjavík þegar liðið féll úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Hann hefur mikla reynslu úr þjálfun og hefur starfað ýmist sem aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari hjá FH, ÍBV, ÍR og Keflavík.