Um var að ræða tónlistarveislu þar sem kertaljós og kósý stemming var í fyrirrúmi. Einvalalið tónlistarfólks fluttu klassísk og vinsæl jólalög í bland við ný. Davíð Sigurgeirsson stýrði hljómsveit og 30 manna gospelkór Jóns Vídalíns var á svæðinu listamönnunum til halds og trausts.
Hin 17 ára Þórdís Linda Þórðardóttir flutti lagið fallega Allt það sem ég óska mér í þættinum í gær.
Þórdís vann söngvakeppni Samfés árið 2020 og vakti flutningur hennar mikla athygli á Stöð 2 í gær.