Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2021 16:32 Hér má sjá skjáskot úr þættinum þar sem verið er að hitamæla líkið. Stöð 2 Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla. Næstu sex þættir verða síðan á dagskrá á sunnudagskvöldum en serían er í heild sinni átta þættir. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Svörtu sandar fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Svona er þetta gert Í fyrsta þættinum fengu áhorfendur einmitt að sjá atriðið með líkfundinum og vakti athygli hversu raunverulegt það er í raun og veru. Eins og áður segir er Ragnar Jónsson lögreglumaður einn af handritshöfundum Svörtu sanda og kom hann því inn með ráð til að gera atriðin eins raunveruleg og hægt er. Lík finnst í fjörunni við Glerársanda og rannsóknarlögreglukonan Aníta slæst í för með teyminu sem rannsakar það. Tæknimaður frá lögreglunni rassamælir líkið svo hægt sé að meta hversu langt er liðið frá því að viðkomandi féll frá. Hér að ofan má sjá atriðið sjálft. Fréttablaðið ræddi til að mynda við Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinarfræðing sem gefur atriðinu hæstu einkunn og tók hann einmitt mjög vel eftir því hversu raunverulegt það var. Pétur gerir flestar krufningar þegar um morð eru að ræða hér á landi. Bretinn var forvitinn Í hlaðvarpsþáttunum Sandkorn er fjallað um hvern einasta þátt og kemur hlaðvarpið út vikulega. Hlusta má á fyrsta þátt hér að ofan. Í Sandkorni grandskoða Baldvin Z leikstjóri og Tómas Valgeirsson bíófíkill þættina saman. Í fyrsta þættinum fá hlustendur að kynnast helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari. Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin um ýmsar upphafssögur, hvernig þættirnir Twin Peaks mótuðu hans feril og hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér. Einnig ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenuna sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar. „Þegar þeir mæla líkið af Úlriku á ströndinni, kippa niðrum hana og stinga mæli í rassinn, hefur þú einhvern tímann séð þetta áður í sjónvarpi?“ spyr Baldvin í hlaðvarpinu og bætir við að breskir meðframleiðendur þáttanna höfðu mikinn áhuga á þessu einstaka atriði og spurðu töluvert út í það í framleiðsluferlinu. „Þetta er alltaf gert. Hitinn á líkinu er athugaður til að geta reiknað út hvað er langt síðan að manneskjan dó og þetta er leiðin. Raggi sagði mér þetta. Ég var alveg klár á því að þetta myndi fara í seríuna. Það var engin spurning. Það eru svona hlutir sem skipta máli.“ Svörtu sandar einhver? Ekki þessi venjulegi formúluþáttur alla vega. pic.twitter.com/SWWvCfGnGr— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) December 26, 2021 Raunveruleg samtöl vekja athygli Raunveruleg samtöl í þáttunum hafa fengið mikið lof en stundum þykja samtök í íslenskri kvikmyndagerð aðeins of tilgerðarleg. Svörtu sandar byrjar bara helvíti vel. Verð að hrósa hvað samtölin virka náttúrleg. Sjaldséð í íslensku myndum/þáttum.Ég er mjög invested.— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) December 27, 2021 Erum komin með frontrunner í Eðlilegustu samtölin Edduna.#svörtusandar pic.twitter.com/XvDVRwtb6k— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) December 26, 2021 Ég sá í Menningunni á Rúv að lögreglustörfin í #svörtusandar væri raunsærri en í öðrum íslenskum sjónvarpsþáttum svo nú veit ég að það er mikil gredda í fólki á meðan það vinnur við að skoða lík.Það kom mér á óvart en ég skemmti mér vel og bíð spennt eftir næsta þætti— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 26, 2021 Frábær byrjun. Snilldar persónusköpun. Og eðlileg samtöl! #SvörtuSandar— Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir (@AddaSteina) December 26, 2021 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Næstu sex þættir verða síðan á dagskrá á sunnudagskvöldum en serían er í heild sinni átta þættir. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Svörtu sandar fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Svona er þetta gert Í fyrsta þættinum fengu áhorfendur einmitt að sjá atriðið með líkfundinum og vakti athygli hversu raunverulegt það er í raun og veru. Eins og áður segir er Ragnar Jónsson lögreglumaður einn af handritshöfundum Svörtu sanda og kom hann því inn með ráð til að gera atriðin eins raunveruleg og hægt er. Lík finnst í fjörunni við Glerársanda og rannsóknarlögreglukonan Aníta slæst í för með teyminu sem rannsakar það. Tæknimaður frá lögreglunni rassamælir líkið svo hægt sé að meta hversu langt er liðið frá því að viðkomandi féll frá. Hér að ofan má sjá atriðið sjálft. Fréttablaðið ræddi til að mynda við Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinarfræðing sem gefur atriðinu hæstu einkunn og tók hann einmitt mjög vel eftir því hversu raunverulegt það var. Pétur gerir flestar krufningar þegar um morð eru að ræða hér á landi. Bretinn var forvitinn Í hlaðvarpsþáttunum Sandkorn er fjallað um hvern einasta þátt og kemur hlaðvarpið út vikulega. Hlusta má á fyrsta þátt hér að ofan. Í Sandkorni grandskoða Baldvin Z leikstjóri og Tómas Valgeirsson bíófíkill þættina saman. Í fyrsta þættinum fá hlustendur að kynnast helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari. Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin um ýmsar upphafssögur, hvernig þættirnir Twin Peaks mótuðu hans feril og hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér. Einnig ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenuna sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar. „Þegar þeir mæla líkið af Úlriku á ströndinni, kippa niðrum hana og stinga mæli í rassinn, hefur þú einhvern tímann séð þetta áður í sjónvarpi?“ spyr Baldvin í hlaðvarpinu og bætir við að breskir meðframleiðendur þáttanna höfðu mikinn áhuga á þessu einstaka atriði og spurðu töluvert út í það í framleiðsluferlinu. „Þetta er alltaf gert. Hitinn á líkinu er athugaður til að geta reiknað út hvað er langt síðan að manneskjan dó og þetta er leiðin. Raggi sagði mér þetta. Ég var alveg klár á því að þetta myndi fara í seríuna. Það var engin spurning. Það eru svona hlutir sem skipta máli.“ Svörtu sandar einhver? Ekki þessi venjulegi formúluþáttur alla vega. pic.twitter.com/SWWvCfGnGr— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) December 26, 2021 Raunveruleg samtöl vekja athygli Raunveruleg samtöl í þáttunum hafa fengið mikið lof en stundum þykja samtök í íslenskri kvikmyndagerð aðeins of tilgerðarleg. Svörtu sandar byrjar bara helvíti vel. Verð að hrósa hvað samtölin virka náttúrleg. Sjaldséð í íslensku myndum/þáttum.Ég er mjög invested.— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) December 27, 2021 Erum komin með frontrunner í Eðlilegustu samtölin Edduna.#svörtusandar pic.twitter.com/XvDVRwtb6k— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) December 26, 2021 Ég sá í Menningunni á Rúv að lögreglustörfin í #svörtusandar væri raunsærri en í öðrum íslenskum sjónvarpsþáttum svo nú veit ég að það er mikil gredda í fólki á meðan það vinnur við að skoða lík.Það kom mér á óvart en ég skemmti mér vel og bíð spennt eftir næsta þætti— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 26, 2021 Frábær byrjun. Snilldar persónusköpun. Og eðlileg samtöl! #SvörtuSandar— Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir (@AddaSteina) December 26, 2021
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira