Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2021 07:35 "Bjórkjötið" hjá Davíð hefur slegið í gegn hjá neytendum enda hefur hann ekki undan að framleiða kjöt í áhugasama viðskiptavini hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira