Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:12 Elfa Sif Kristjánsdóttir og Ásgeir Frímannsson með dótturina nýfæddu. Aðsend Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“ Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“
Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira