Inga Sæland formaður Flokks fólksins treysti sér ekki til að mæta í Kryddsíldina vegna þess að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í stað Bjarna Benediktssonar sem er í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. En sjálf var Þórdís nýlega laus úr sjö daga einangrun.
„Mér þykir auðvitað leitt að Inga hafi ekki treyst sér til að vera hérna með okkur. Það væri skemmtilegra að hafa vinkonu okkar hérna með,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Forystufólkið ræddi bæði árið sem var að líða og hvað væri framundan. Þau viðurkenndu öll að þau eins og aðrir gerðu mistök og það væri eðlilegt að gangast við þeim.
„Auðvitað á maður og er reglulega að fara yfir sem stjórnmálamaður allt sem maður gerir. Auðvitað veit maður að oft getur maður gert hlutina betur eða öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði stjórnmálamenn hafa lært í þessum efnum þótt fjölmiðlar tækju kannski ekki eftir því.
„Mér finnst einmitt þegar ég horfi á stjórnmálafólkið, auðvitað erum við bara misjöfn og allt það, en mér finnst við vera að læra. Mér finnst full af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök. Þora að líta í eigin barm,“ sagði Þorgerður Katrín.
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata tók í svipaðan streng.
„Ég hef gert fullt af mistökum og er alltaf að gera mistök. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Því að lifa, þroskast og þróast áfram,“ sagði Halldóra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist hlakka til að stjórnmálamenn gætu aftur farið að tala um stjórnmál.
„Vonandi verður nýtt ár líka betra fyrir samfélagið okkar og önnur samfélög. Þar á ég augljóslega við að vonandi losnum við við þetta covid. En ég vona að við losnum líka við covid hugarfarið,“ sagði Sigmundur Davíð.
Logi Einarsson sagðist oft hafa gert mistök.
„Kannski meðal annars það fallega við að vera maður, að við erum breisk og alls konar. Gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi.

Í þættinum var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir útnefnd maður ársins af fréttastofunni fyrir að leiðastarfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina íþrígang.Hún vildi deila heiðrinum með samstarfsfólki.
„Takk innilega. Ég held ég verði að fá aðtileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir þarna á bakvið tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þannig að þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður Ósk.