Watford neitar að hleypa Dennis á Afríkumótið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 11:01 Dennis efur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. EPA-EFE/VICKIE FLORES Skærasta stjarna enska úrvalsdeildarliðsins Watford, Emmanuel Dennis, mun ekki taka þátt í Afríkumótinu með Nígeríu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir hans kröftum. Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira