Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 10:00 Heimsmeistaramótið í pílukasti olli engum vonbrigðum. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins. Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“ Pílukast Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“
Pílukast Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira