Fimmtug en aldrei verið í betra formi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2022 10:31 Ólafía er fyrst Íslendinga til að vinna Spartan hlaup í sínum aldursflokki. Ólafía Kvaran er fyrst Íslendinga til þess að sigra heimsmeistaramót í Spartan hlaupi sem er hindrunarhlaup á alþjóðlegum vettvangi. Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Hún undirbýr sig með því að kasta spjótum í Heiðmörk, hleypur í mjög heitu rými og í miklum snjó, hún segir íslenskt landslag hjálpa henni mikið í keppnum erlendis. Ólafía er 51 árs, hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir og hefur aldrei verið í betra formi. Hún segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og mælir með að fólk fari rólega af stað og vinni sig upp. Eva Laufey ræddi við Ólafíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klifra og kasta spjóti „Spartan eru í rauninni utan vegar hindrunarhlaup og ég er fyrst Íslendinga til að sigra þetta hlaup í mínum aldursflokki,“ segir Ólafía og heldur áfram. „Í hlaupinu eru allskonar hindranir, synda í vatni, klifra kaðla, kasta spjóti í skotmark og allskonar. Við vitum hvað hindranir eru sólarhring fyrir hlaupið. Það var dásamleg tilfinning að vinna þetta mót,“ segir Ólafía en hún var 49 ára þegar hún vann mótið. Ólafía var 49 ára þegar hún vann mótið. „Maður þarf að geta hlaupið og ég æfi mikið hlaup. Svo er ég í Bootcamp og þar erum við mikið að vinna með styrk og þar fæ ég heilmikið það sem ég þarf. Að auki er ég að gera allskonar hluti sem ég næ að plata fjölskyldumeðlimi í.“ Mikilvægt að hvíla sig Hún segist æfa um fimm til átta tíma á viku. „Með árunum þarf ég meira að hugsa um að hvíla mig en að æfa. Það er svo margt sem spilar inn í og við þurfum að passa svefninn og borða réttan mat. Ég byrjaði ábyggilega allt of kröftuglega á sínum tíma.“ Ólafía mælir ekki með því að fólk byrji nú í janúar að æfa 6-7 sinnum í viku. „Byrja frekar hægt og rólega, láta sér líða vel og miða við að vera á spjallhraða á æfingum.“ Hún segist ekki hafa byrjað að æfa af krafti fyrr en hún var fertug en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira