Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 15:36 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan. Blóðmerahald Dýr Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan.
Blóðmerahald Dýr Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira