Myndskreyttur leynimatseðill sem gestir taka með sér heim Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 15:05 Hér má sjá mynd af bakhlið leynimatseðils. Aðsend Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum. Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót. Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið
Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót.
Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið