Myndskreyttur leynimatseðill sem gestir taka með sér heim Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 15:05 Hér má sjá mynd af bakhlið leynimatseðils. Aðsend Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum. Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót. Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið
Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót.
Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið