Í þáttunum leikur MJ húsmóðurina Blöncu Rodriguez og var hún einnig tilnefnd til Emmy verðlaunanna fyrir hlutverkið 2021. Þá varð hún fyrsta trans konan til að fá tilnefningu til Emmy verðlaunanna sem aðalleikkona. Þættirnir Pose hafa verið í loftinu síðan 2018 en þetta er í fyrsta skipti sem þættirnir vinna til verðlauna.
„Ástin sigrar,“ Segir MJ meðal annars í færslu sem hún birti á Instagram síðu sinni í kjölfar sigursins.
Golden Globe verðlaunin fóru fram með öðru sniði í gær þar sem megnið af Hollywood ákvað að sniðganga hátíðina og vegna heimsfaraldursins. Hollywood Foreign Press Association, nefndin sem heldur utan um verðlaunin og velur tilnefningar og sigurvegara þeirra, hefur fengið mikla gagnrýni í gegnum tíðina.
Skortur á fjölbreytni er það sem gagnrýnin snýst um, bæði varðandi það hverjir sitja í nefndinni og hverjir hafa verið tilnefndir til verðlaunanna. Stjörnurnar og framleiðslufyrirtæki eins og Netflix, NBC og Amazon settu fótinn niður þetta árið og krefjast fjölbreytni í framhaldinu.
Lista yfir alla vinningshafa kvöldsins má finna á vef Golden Globes verðlaunanna.