Fyrrverandi Britney á skilorði vegna ofsókna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 17:52 Jason Alexander hefur verið dæmur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Vísir/Getty Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi. Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi.
Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22