Segja hvítrússnesk stjórnvöld hafa eyðilagt Ólympíudrauminn fyrir þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlandi, vígalegur í íshokkígalla. getty/Mikhail Svetlov Tvær hvítrússneskar skíðagöngukonur segja að þeim hafi verið meinað að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að þær gagnrýndu stjórnvöld í heimalandinu. Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Sjá meira
Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða