„Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. janúar 2022 20:32 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56
„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16