Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:18 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03