Aubameyang ekki með Gabon vegna hjartavandamála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:30 Pierre-Emerick Aubameyang fékk Covid-19 fyrir nokkrum dögum og gat ekki spilað með Gabon í gær. Simon Stacpoole/Getty Images Pierre-Emerick Aubameyang var ekki með Gabon í leik liðsins gegn Ghana í Afríkukeppninni í gær vegna hjartavandamála. Það kom ekki að sök þó Gabon hafi verið án síns besta leikmanns en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Aubameyang fór í skoðun fyrir leikinn á föstudag og þar kom í að ljós að hann væri að glíma við hjartavandræði (e. heart lesions) eftir að hafa fengið kórónuveiruna nú fyrir nokkrum dögum síðan. Frá þessu greindi knattspyrnusamband Gabon á Twitter-síðu sinni. Selon la commission médicale de la CAF, les joueurs Pierre Emerick Aubameyang, Axel Meyé et Mario Lemina à peine sortis du Covid ne peuvent pas prendre part à ce match.Les examens présenteraient des lésions cardiaques.la CAF n'a pas voulu prendre de risques. pic.twitter.com/cebUnMLSVX— Fédération Gabonaise de Football - FEGAFOOT (@fegafoot_gabon) January 14, 2022 Gabon var ekki aðeins án Aubameyang en Mario Lemina, leikmaður Nice í Frakklandi, og Axel Méyé, leikmaður IR Tanger í Marokkó, fengu heldur ekki leyfi til að spila sökum sama vandamáls. Patrice Neveu, þjálfari Gabon, sagði eftir leik að hann hefði aðeins fengið staðfestingu tveimur tímum fyrir leik að þremenningarnir mættu ekki spila leikinn gegn Ghana. Neveu sagði þó að ekki væri um stórvægilegt vandamála að ræða, hann hefði einfaldlega viljað verja leikmenn sína. Þjálfarinn vonast til að allir þrír verði til taks í lokaleik riðlakeppninnar gegn Marokkó á þriðjudaginn kemur. Hann tók þó fram að heilsa leikmannanna væri mikilvægari en úrslit inn á knattspyrnuvellinum. Fótbolti Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Aubameyang fór í skoðun fyrir leikinn á föstudag og þar kom í að ljós að hann væri að glíma við hjartavandræði (e. heart lesions) eftir að hafa fengið kórónuveiruna nú fyrir nokkrum dögum síðan. Frá þessu greindi knattspyrnusamband Gabon á Twitter-síðu sinni. Selon la commission médicale de la CAF, les joueurs Pierre Emerick Aubameyang, Axel Meyé et Mario Lemina à peine sortis du Covid ne peuvent pas prendre part à ce match.Les examens présenteraient des lésions cardiaques.la CAF n'a pas voulu prendre de risques. pic.twitter.com/cebUnMLSVX— Fédération Gabonaise de Football - FEGAFOOT (@fegafoot_gabon) January 14, 2022 Gabon var ekki aðeins án Aubameyang en Mario Lemina, leikmaður Nice í Frakklandi, og Axel Méyé, leikmaður IR Tanger í Marokkó, fengu heldur ekki leyfi til að spila sökum sama vandamáls. Patrice Neveu, þjálfari Gabon, sagði eftir leik að hann hefði aðeins fengið staðfestingu tveimur tímum fyrir leik að þremenningarnir mættu ekki spila leikinn gegn Ghana. Neveu sagði þó að ekki væri um stórvægilegt vandamála að ræða, hann hefði einfaldlega viljað verja leikmenn sína. Þjálfarinn vonast til að allir þrír verði til taks í lokaleik riðlakeppninnar gegn Marokkó á þriðjudaginn kemur. Hann tók þó fram að heilsa leikmannanna væri mikilvægari en úrslit inn á knattspyrnuvellinum.
Fótbolti Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira