Elleftu umferð lokið í CS:GO: Ferskir vindar blása Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. janúar 2022 17:15 Elleftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk í gær með sigri Þórs á XY. Dusty sitja sem fastast á toppnum. Það vantaði ekki nýjungarnar í útsendingu frá úrvalsdeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Deildin hefur fengið nýtt nafn, Ljósleiðaradeildin, og útlitið og umgjörðin hafa verið uppfærð um leið. En það eru ekki einu breytingarnar því í þessari fyrstu umferð eftir jólafrí hafa orðið talsverðar mannabreytingar á liðum deildarinnar. Sumir hafa skipt um lið, aðrir hætt leik og nýir komið inn. Leikmannabreytingar Dusty – Inn: Cryths – Út: Midgard XY – Inn: Pandaz, Cris – Út: Minidegreez, KiddiDisco Saga – Inn: Skoon, Guddi – Út: Pandaz, Cris Ármann – Inn: KiddiDisco, Snowy – Út: Peterr Vallea – Inn: Minidegreez – Út: Tight Þór – Inn: Zolo, Peterr, Dabbehhh – Út: Detinate Blast Premier Þá er þó ekki allt upp talið en Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Vísi og Stöð 2 tilkynnti að nú ættu sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar möguleika á að komast í hina virtu Blast Premier deild sem sýnt verður frá á Stöð 2 Esports á þessu ári. Íslandsmeistararnir öðlast þannig þátttökurétt í norrænni forkeppni fyrir mótið sem er eitt það stærsta í CS:GO og eru milljón bandaríkjadalir í verðlaun fyrir þann sem ber sigur úr býtum. Erling Freyr, Aron Ólafsson og Eiríkur StefánVísir/Hulda Margrét Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Dusty og Fylkis. Fylkir er annað þeirra liða sem ekki gerði neinar breytingar á leikmannahóp sínum en Dusty hefur loks fengið varanlegan leikmann í stað Midgard, bretann Cryths. Segja má að þrátt fyrir nýjan leikmann og nýjar áherslur hjá Dusty, sem stefna nú í sí meiri mæli út fyrir landsteinana, hafi leikurinn verið dæmigerður. Dusty tóku sér að vanda nokkrar umferðir í að komast í gang og hleyptu Fylkismönnum fram úr sér áður en þeir tóku almennilega við sér. Og þegar Dusty vélin er komin í gang þá stoppar hún ekki og vann Dusty því örugglega 16-11. Bjarni fór þar fremstur í flokki en nýliðinn Cryths gerði sig einnig gildan. Enn og aftur hefur því engu liði tekist að hafa betur gegn Dusty. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var á milli Kórdrengja og Vallea, en í fyrri leik liðanna þurfti framlengingu til að skera úr um sigurvegarann. Þá hafði Vallea að lokum betur 19-15. Var þessi leikur ekki eins jafn enda gekk Vallea ágætlega að snúa sig út úr erfiðum stöðum og vinna lotur sem virtust tapaðar. Innkoma Minidegreez í liðið hefur skapað rými fyrir Spike til að sinna rifflahlutverkinu á ný og uni hann því vel og var bæði árásargjarn og skapandi í aðgerðum sínum. Kórdrengir stóðu sig örlítið betur í síðari hálfleik en niðurstaðan var sigur Vallea, 16-10. Tveir leikir fóru fram á föstudagskvöldið og hafði deildin þá opinberlega skipt um nafn. Í fyrri leiknum mættust Ármann og Saga. Saga hafði pakkað Ármanni saman 16-3 í fyrri viðureign liðanna en framan af var þessi leikur mun jafnari. Liðin skiptust á lotum en þar sem einungis Kruzer og Vargur létu eitthvað fyrir sér finna hjá Ármanni sigldi Saga fram úr í fyrri hálfleik þar sem nýliðinn Skoon fór á kostum. Sú viðbót virðist hafa verið til heilla fyrir Sögu sem þarf vonandi ekki lengur að reiða sig eins mikið á einstaklingsframtak ADHD sem hingað til hefur haft mikið að segja um gengi liðsins. Með þolinmæði og aga tapaði Saga varla lotu í síðari hálfleik og vann 16-7. Þar með jafnaði Saga Ármann að stigum en vegna innbyrðis viðureigna er Saga nú sætinu ofar á töflunni. Til að ljúka þessari umferð tók Þór á móti XY en miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum. XY hefur fengið til sín tvíeykið Pandaz og Cris frá Sögu en Þór lék með þrjá nýja leikmenn innanborðs, þá Zolo, Peterr og Dabbehh. Einungis tvö stig skildu liðin að og gat XY með sigri því blandað sér í baráttuna um annað sæti deildarinnar. En allt kom fyrir ekki þó boðið væri upp á æsispennandi leik. Loturnar féllu sitt á hvað og bæði lið sýndu tilþrif sem glöddu áhorfendur. Zolo nældi þannig í fyrsta ás Ljósleiðaradeildarinnar og ófáum lotum var bjargað fyrir horn með fjórföldum fellum frá KelaTurbo og Allee. Þegar upp var staðið voru Þórsarar þó betri í sínum varnarhálfleik og þótt lítið vantaði upp á hjá XY styrkti Þór stöðu sína í öðru sætinu með 16-13 sigri. Staðan Eins og sjá má er Dusty enn á toppnum ósigrað. Þar á eftir fylgja Þórsarar, en hefðu þeir ekki unnið XY naumlega væru þrjú lið jöfn að stigum. Svo er þó ekki og raða Vallea og XY sér þétt á eftir þeim og er ljóst að spennandi slagir munu eiga sér stað á næstunni. Í fimmta og sjötta sætinu með átta stig sitja Saga og Ármann en Fylkir og Kórdrengir reka lestina. Fylkismenn eru þó heldur nær liðunum í næstu sætum fyrir ofan sig og því er raunhæfur möguleiki á að einhverjar breytingar verði á hvaða lið verma botnsætin á næstunni. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 12. umferðin fram dagana 18. og 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Saga - Þór, 18. jan. kl. 20:30. Dusty - XY, 18. jan. kl. 21:30. Vallea - Fylkir, 21. jan. kl. 20:30. Ármann - Kórdrengir, 21. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport
Það vantaði ekki nýjungarnar í útsendingu frá úrvalsdeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Deildin hefur fengið nýtt nafn, Ljósleiðaradeildin, og útlitið og umgjörðin hafa verið uppfærð um leið. En það eru ekki einu breytingarnar því í þessari fyrstu umferð eftir jólafrí hafa orðið talsverðar mannabreytingar á liðum deildarinnar. Sumir hafa skipt um lið, aðrir hætt leik og nýir komið inn. Leikmannabreytingar Dusty – Inn: Cryths – Út: Midgard XY – Inn: Pandaz, Cris – Út: Minidegreez, KiddiDisco Saga – Inn: Skoon, Guddi – Út: Pandaz, Cris Ármann – Inn: KiddiDisco, Snowy – Út: Peterr Vallea – Inn: Minidegreez – Út: Tight Þór – Inn: Zolo, Peterr, Dabbehhh – Út: Detinate Blast Premier Þá er þó ekki allt upp talið en Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Vísi og Stöð 2 tilkynnti að nú ættu sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar möguleika á að komast í hina virtu Blast Premier deild sem sýnt verður frá á Stöð 2 Esports á þessu ári. Íslandsmeistararnir öðlast þannig þátttökurétt í norrænni forkeppni fyrir mótið sem er eitt það stærsta í CS:GO og eru milljón bandaríkjadalir í verðlaun fyrir þann sem ber sigur úr býtum. Erling Freyr, Aron Ólafsson og Eiríkur StefánVísir/Hulda Margrét Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Dusty og Fylkis. Fylkir er annað þeirra liða sem ekki gerði neinar breytingar á leikmannahóp sínum en Dusty hefur loks fengið varanlegan leikmann í stað Midgard, bretann Cryths. Segja má að þrátt fyrir nýjan leikmann og nýjar áherslur hjá Dusty, sem stefna nú í sí meiri mæli út fyrir landsteinana, hafi leikurinn verið dæmigerður. Dusty tóku sér að vanda nokkrar umferðir í að komast í gang og hleyptu Fylkismönnum fram úr sér áður en þeir tóku almennilega við sér. Og þegar Dusty vélin er komin í gang þá stoppar hún ekki og vann Dusty því örugglega 16-11. Bjarni fór þar fremstur í flokki en nýliðinn Cryths gerði sig einnig gildan. Enn og aftur hefur því engu liði tekist að hafa betur gegn Dusty. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var á milli Kórdrengja og Vallea, en í fyrri leik liðanna þurfti framlengingu til að skera úr um sigurvegarann. Þá hafði Vallea að lokum betur 19-15. Var þessi leikur ekki eins jafn enda gekk Vallea ágætlega að snúa sig út úr erfiðum stöðum og vinna lotur sem virtust tapaðar. Innkoma Minidegreez í liðið hefur skapað rými fyrir Spike til að sinna rifflahlutverkinu á ný og uni hann því vel og var bæði árásargjarn og skapandi í aðgerðum sínum. Kórdrengir stóðu sig örlítið betur í síðari hálfleik en niðurstaðan var sigur Vallea, 16-10. Tveir leikir fóru fram á föstudagskvöldið og hafði deildin þá opinberlega skipt um nafn. Í fyrri leiknum mættust Ármann og Saga. Saga hafði pakkað Ármanni saman 16-3 í fyrri viðureign liðanna en framan af var þessi leikur mun jafnari. Liðin skiptust á lotum en þar sem einungis Kruzer og Vargur létu eitthvað fyrir sér finna hjá Ármanni sigldi Saga fram úr í fyrri hálfleik þar sem nýliðinn Skoon fór á kostum. Sú viðbót virðist hafa verið til heilla fyrir Sögu sem þarf vonandi ekki lengur að reiða sig eins mikið á einstaklingsframtak ADHD sem hingað til hefur haft mikið að segja um gengi liðsins. Með þolinmæði og aga tapaði Saga varla lotu í síðari hálfleik og vann 16-7. Þar með jafnaði Saga Ármann að stigum en vegna innbyrðis viðureigna er Saga nú sætinu ofar á töflunni. Til að ljúka þessari umferð tók Þór á móti XY en miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum. XY hefur fengið til sín tvíeykið Pandaz og Cris frá Sögu en Þór lék með þrjá nýja leikmenn innanborðs, þá Zolo, Peterr og Dabbehh. Einungis tvö stig skildu liðin að og gat XY með sigri því blandað sér í baráttuna um annað sæti deildarinnar. En allt kom fyrir ekki þó boðið væri upp á æsispennandi leik. Loturnar féllu sitt á hvað og bæði lið sýndu tilþrif sem glöddu áhorfendur. Zolo nældi þannig í fyrsta ás Ljósleiðaradeildarinnar og ófáum lotum var bjargað fyrir horn með fjórföldum fellum frá KelaTurbo og Allee. Þegar upp var staðið voru Þórsarar þó betri í sínum varnarhálfleik og þótt lítið vantaði upp á hjá XY styrkti Þór stöðu sína í öðru sætinu með 16-13 sigri. Staðan Eins og sjá má er Dusty enn á toppnum ósigrað. Þar á eftir fylgja Þórsarar, en hefðu þeir ekki unnið XY naumlega væru þrjú lið jöfn að stigum. Svo er þó ekki og raða Vallea og XY sér þétt á eftir þeim og er ljóst að spennandi slagir munu eiga sér stað á næstunni. Í fimmta og sjötta sætinu með átta stig sitja Saga og Ármann en Fylkir og Kórdrengir reka lestina. Fylkismenn eru þó heldur nær liðunum í næstu sætum fyrir ofan sig og því er raunhæfur möguleiki á að einhverjar breytingar verði á hvaða lið verma botnsætin á næstunni. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 12. umferðin fram dagana 18. og 21. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Saga - Þór, 18. jan. kl. 20:30. Dusty - XY, 18. jan. kl. 21:30. Vallea - Fylkir, 21. jan. kl. 20:30. Ármann - Kórdrengir, 21. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport