N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 16:54 Matvælastofnun hefur margoft vakið athygli á málinu Vísir/Getty Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira