Lewandowski og Putellas leikmenn ársins að mati FIFA | Chelsea á þjálfara ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 20:31 Alexia Putellas, besta knattspyrnukona í heim. Getty Images Verðlaunahátíð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fór fram með pompi og prakt í kvöld. Robert Lewandowski var valinn besti leikmaðurinn í karlaflokki og Alexia Putellas í kvennaflokki. Þá voru Emma Hayes og Thomas Tuchel kosin þjálfarar ársins. Valið á Putellas kom ekki á óvart þar sem hún vann Gullhnöttinn, Ballon d‘Or, undir lok síðasta árs. Þá er hin 27 ára gamla Putellas hluti af ógnarsterku liði Barcelona sem vann þrennuna á síðustu leiktíð og virðist ætla að gera slíkt hið sama í ár. Champions LeagueLa LigaCopa de la ReinaBallon d'OrAnd now The Best Women's player.Alexia Putellas dominated 2021 pic.twitter.com/JuI5eABrjz— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Robert Lewandowski var af mörgum talinn líklegastur til að vinna Gullhnöttinn í karlaflokki en allt kom fyrir ekki og Lionel Messi vann enn á ný. Hinn 33 ára gamli Lewandowski getur huggað sig við að vera FIFA-leikmaður ársins 2021. Hann skoraði 41 mark í aðeins 29 deildarleikjum fyrir Bayern München á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 23 mörk í 19 leikjum. It is a great honor and pleasure to receive the title of FIFA The Best Men's Player Thank you for your votes and your support #TheBest @FIFAWorldCup @FIFAcom pic.twitter.com/GdLwawCNK8— Robert Lewandowski (@lewy_official) January 17, 2022 Chelsea á báða þjálfara ársins, Thomas Tuchel og Emmu Hayes. Undir stjórn Hayes vann Chelsea hina ensku þrennu; deildina, FA-bikarinn og deildarbikarinn. Emma Hayes er þjálfari ársins.Marc Atkins/Getty Images Tuchel vann Meistaradeild Evrópu, komst í úrslit í FA-bikarnum og er kominn með Chelsea-lið sitt í deildarbikarsins. Markverðir ársins eru Eduoard Mendy (Chelsea) og Christiane Endler (Lyon). Þá má sjá lið ársins hér að neðan. FIFPro have named their men's and women's World XI for 2020/21! — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 17, 2022 Erik Lamela skoraði mark ársins og þá fékk danska landsliðið og starfslið þess háttvísisverðlaun FIFA. Este golazo de Erik Lamela fue nominado como el mejor tanto del 2021. ¡Felicidades @ErikLamela por ganar el premio #Puskas de la @FIFAcom! #CreeEnGrande pic.twitter.com/XtOqEIyRK3— CONMEBOL.com (@CONMEBOL) January 17, 2022 Fótbolti FIFA Pólland Spánn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira
Valið á Putellas kom ekki á óvart þar sem hún vann Gullhnöttinn, Ballon d‘Or, undir lok síðasta árs. Þá er hin 27 ára gamla Putellas hluti af ógnarsterku liði Barcelona sem vann þrennuna á síðustu leiktíð og virðist ætla að gera slíkt hið sama í ár. Champions LeagueLa LigaCopa de la ReinaBallon d'OrAnd now The Best Women's player.Alexia Putellas dominated 2021 pic.twitter.com/JuI5eABrjz— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Robert Lewandowski var af mörgum talinn líklegastur til að vinna Gullhnöttinn í karlaflokki en allt kom fyrir ekki og Lionel Messi vann enn á ný. Hinn 33 ára gamli Lewandowski getur huggað sig við að vera FIFA-leikmaður ársins 2021. Hann skoraði 41 mark í aðeins 29 deildarleikjum fyrir Bayern München á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 23 mörk í 19 leikjum. It is a great honor and pleasure to receive the title of FIFA The Best Men's Player Thank you for your votes and your support #TheBest @FIFAWorldCup @FIFAcom pic.twitter.com/GdLwawCNK8— Robert Lewandowski (@lewy_official) January 17, 2022 Chelsea á báða þjálfara ársins, Thomas Tuchel og Emmu Hayes. Undir stjórn Hayes vann Chelsea hina ensku þrennu; deildina, FA-bikarinn og deildarbikarinn. Emma Hayes er þjálfari ársins.Marc Atkins/Getty Images Tuchel vann Meistaradeild Evrópu, komst í úrslit í FA-bikarnum og er kominn með Chelsea-lið sitt í deildarbikarsins. Markverðir ársins eru Eduoard Mendy (Chelsea) og Christiane Endler (Lyon). Þá má sjá lið ársins hér að neðan. FIFPro have named their men's and women's World XI for 2020/21! — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 17, 2022 Erik Lamela skoraði mark ársins og þá fékk danska landsliðið og starfslið þess háttvísisverðlaun FIFA. Este golazo de Erik Lamela fue nominado como el mejor tanto del 2021. ¡Felicidades @ErikLamela por ganar el premio #Puskas de la @FIFAcom! #CreeEnGrande pic.twitter.com/XtOqEIyRK3— CONMEBOL.com (@CONMEBOL) January 17, 2022
Fótbolti FIFA Pólland Spánn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Sjá meira