Andriy Shevchenko á leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 09:32 Andrei Shevchenko var leikmaður ítalska félagsins AC Milan þegar hann fékk Gullknöttinn fyrir árið 2004. Getty/New Press Knattspyrnusamband Íslands fær góðan gest í heimsókn til landsins í næsta mánuði en þar er á ferðinni einn besti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi. KSÍ Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi.
KSÍ Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira