Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 18. janúar 2022 11:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira