Launafólk og kófið Drífa Snædal skrifar 21. janúar 2022 13:30 Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri rannsókn Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins er dregin upp mynd af þeim fórnum sem launafólk innan ASÍ og BSRB hefur fært í kófinu. Vanlíðan hefur aukist og stórir hópar hafa það verr fjárhagslega en fyrir ári síðan. Það á sérstaklega við um láglaunafólk, innflytjendur, einstæða foreldra og barnafólk. Álag hefur aukist bæði heimavið og í vinnu. Það á sérstaklega við um konur sem eru í störfum sem fela í sér mikið álag vegna veirunnar; s.s. umönnunarstörf og verslunarstörf, og standa þess utan líka þriðju vaktina heimafyrir. Það er ljóst að versnandi heilsa og aukið álag mun segja til sín á næstu árum ef ekkert er aðhafst. Mestu skipti að létta álagi á þeim stéttum sem hafa staðið vaktina í langan tíma. Jafnframt þarf að taka því mjög alvarlega að fátækt og öryggisleysið sem henni fylgir fóðrar vanlíðan og veikindi. Að hækka laun þannig að fólk hafi tækifæri til að framfleyta sér er þannig ekki aðeins kjaramál heldur líka eitt stærsta lýðheilsumálið. Könnunin sýnir svo ekki verður um villst að á Íslandi er fullvinnandi fólk sem býr við fátækt. Launin eru lág en það sem líka spilar stórt hlutverk er íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Sú tilraunastafsemi að láta fjárfesta og braskara sjá um húsnæðismarkaðinn er löngu búin að sanna skaðsemi sína og kominn er tími til að endurhugsa umgjörð húsnæðismála frá grunni. Húsnæði á að vera fyrir fólk en ekki fjárfesta, húsnæði á að vera viðráðanlegt venjulegu fólki og húsnæði á að vera öruggt. Þetta er eitt stærsta kjaramálið núna og mun ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðunum í haust; að stjórnvöld verði við ákalli vinnandi fólks um úrlausnir. Það er skylda okkar sem tölum fyrir launafólk að koma til kjaraviðræðna nestuð raunveruleika okkar félaga. „Svigrúmið í efnahagslífinu“ getur ekki verið ráðandi þáttur eitt og sér eins og atvinnurekendur, Seðlabankinn og jafnvel stjórnvöld munu syngja hátt næstu mánuði. Við höfum tilfærslukerfi sem eiga að virka, við getum gert svo miklu betur á húsnæðismarkaði, við getum eflt endurhæfingarúrræði, endurmenntun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er það svo ekki lögmál hversu mikið er greitt í arð til eigenda fyrirtækja og hversu mikið fer til fólksins sem býr til arðinn – launafólks. Fátækt er ekki lögmál og á ekki að fyrirfinnast í okkar velferðarsamfélagi. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar