Bóluefnapassar - feilspor á lokametrunum? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. janúar 2022 11:31 Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun