Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 16:50 Elliði Snær Viðarsson í átökum á línunni gegn Króatíu í dag. Getty/Sanjin Strukic „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik en tapaði á endanum 23-22 eftir að Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. „Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa búið sér til tækifæri, og þetta féll á einu marki til eða frá. Það er mjög vel gert, en mér fannst við vera svolítið þungir á okkur í dag. Við fórum alveg með þetta sjálfir,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði eftir tapið gegn Króatíu Hann gaf lítið fyrir að Króatar væru stórir og erfiðir viðureignar: „Þeir eru svo sem ekkert stærri en aðrir. Frakkarnir eru stórir og Ungverjarnir eru stórir, og það hefur hentað okkur ágætlega hingað til. Núna fer einbeitingin bara á næsta leik en þetta er drullusvekkjandi og ég er fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki eiga nógu góðan leik í dag,“ sagði Elliði. Kannski kominn tími til að hætta vippunum Einhverjir hafa bent á að Elliði sé of gjarn á að reyna vippuskot af línunni, líkt og hann gerði um miðjan seinni hálfleik þegar Ivan Pesic varði frá honum: „Ég þarf að skoða þetta betur en mér fannst þetta vera dauðafæri til að vippa. Þetta var bara hörmuleg vippa, fyrst og fremst, og það er kannski kominn tími til að ég leggi þessu í bili. Þetta er búið að ganga vægast sagt á afturfótunum á þessu móti,“ sagði Elliði. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik en tapaði á endanum 23-22 eftir að Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. „Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa búið sér til tækifæri, og þetta féll á einu marki til eða frá. Það er mjög vel gert, en mér fannst við vera svolítið þungir á okkur í dag. Við fórum alveg með þetta sjálfir,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði eftir tapið gegn Króatíu Hann gaf lítið fyrir að Króatar væru stórir og erfiðir viðureignar: „Þeir eru svo sem ekkert stærri en aðrir. Frakkarnir eru stórir og Ungverjarnir eru stórir, og það hefur hentað okkur ágætlega hingað til. Núna fer einbeitingin bara á næsta leik en þetta er drullusvekkjandi og ég er fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki eiga nógu góðan leik í dag,“ sagði Elliði. Kannski kominn tími til að hætta vippunum Einhverjir hafa bent á að Elliði sé of gjarn á að reyna vippuskot af línunni, líkt og hann gerði um miðjan seinni hálfleik þegar Ivan Pesic varði frá honum: „Ég þarf að skoða þetta betur en mér fannst þetta vera dauðafæri til að vippa. Þetta var bara hörmuleg vippa, fyrst og fremst, og það er kannski kominn tími til að ég leggi þessu í bili. Þetta er búið að ganga vægast sagt á afturfótunum á þessu móti,“ sagði Elliði.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
„Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30