Bridgerton stjarnan Phoebe Dynevor deildi húð- og förðunar rútínunni sinni með Vogue á dögunum. Hún segir rútínuna vera fyrir þurra húð og fer yfir sína dagsdaglegu förðun. Miðað við athyglina sem húðin hennar fékk á samfélagsmiðlum eftir þættina ætti myndbandið að gleðja marga.
„Ég held að ég hafi verið þrettán ára þegar ég byrjaði að vera með sólarvörn daglega og mér finnst það í alvörunni breyta öllu,“
segir hún. Phoebe leggur mikla áherslu á augabrúnirnar sem hún vill hafa þykkar og beinar en hún vitnar í frasann Augabrúnirnar þínar eru systur en ekki tvíburar sem þekktur er í förðunarheiminum.

Hún segir Covid mögulega hafa ýtt undir vinsældir Bridgerton því allir voru heima hjá sér og höfðu tækifæri til þess að horfa á þættina. Henni fannst furðulegt að upplifa vinsældir þáttanna í gegnum samfélagsmiðla en ekki í gegnum raunheiminn þar sem hún var sjálf heima vegna faraldursins.
Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.