James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:31 Stephen Curry hélt upp á sæti í stjörnuliði vesturdeildarinnar með öruggum sigri í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira