Segi það aftur: Frítt í strætó Baldur Borgþórsson skrifar 31. janúar 2022 12:00 Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Strætó Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar