Díana vill 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 16:20 Díana Lind Sigurjónsdóttir Díana Lind Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira