Af klámi, kyrkingum og kynfræðslu: Má læra af umræðunni? Benedikta Sörensen skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman Þá án þess að hún fylli þau skömm eða rífi upp sárin sem þau eru að reyna að græða. Til þess að það megi verða held ég að öll sem koma að þessu máli þurfi að hlusta á hvert annað og endurskoða sína afstöðu að einhverju leyti. Það er mikilvægt að eiga opið og heiðarlegt samtal við unglinga um kynlífið sem þau stunda, ekki það sem okkur finnst að þau ættu að stunda. Svara spurningunum sem þau hafa án þess að dæma þau eða valda þeim skömm og líka án þess að triggera þau sem eiga að baki erfiða reynslu. Skírlífisstefnan í kynfræðslu í Bandaríkjunum ætti að segja okkur allt sem þarf um áhrif þess að vera með boð og bönn. Ég held reyndar að það sé vel hægt að eiga þetta opna samtal um kynfræðslu án þess að ræða tækni. Umræðuefni eins og kyrkingar má t.d. tækla með að: Segja unglingunum að það sé ekkert að þeim eða rangt við að langa þetta. Staðsetja það innan BDSM og láta vita að það séu til samtök sem halda utan um hópinn, fræða og styðja. Ræða hversu miklu máli hugtökin samþykki og mörk skipta í þessu og segja þeim að það tekur langan tíma og mikla vinnu að ná fullum skilningi á þeim. Í BDSM er gífurlega mikil áhersla lögð á þetta og góðan undirbúning. Í ofanálag er góð þekking á partnernum þínum mikilvæg þegar mikill ákafi er í BDSM leik, svo þetta er ekkert til að prófa t.d. í skyndikynnum. Láta vita að það sé líka í lagi að langa þetta ekki og það þýði ekki að fólk sé ekki nógu ævintýragjarnt eða skemmtilegt í kynlífi. Hvort það þýði að það eigi eða megi ekki kenna tækni í kynfræðslu ætla ég ekki að dæma um. Sjálfsagt er það misjafnt og fer eftir aðstæðum. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að staldra við og hugsa það vel. Það á líka við um þau sem hafa áralanga reynslu og mikla menntun, ekkert okkar er óskeikult. Til umhugsunar: Gæti verið að kinký unglingurinn í hópnum græði meira á að heyra stöfunum B D S og M skeytt saman en að fá kennslu í tækni? Eða gæti orðið til falskt öryggi ef unglingar telja sig kunna eitthvað sem þarf í raun mikla æfingu fyrir, eins og t.d. kyrkingar? Mainstream klám, það klám sem börn og unglingar hafa aðgang að ókeypis, er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og t.d. oftast mun grófara en BDSM klám. Íslenskir unglingsstrákar horfa mikið á klám og það hefur áhrif á hvernig þeir upplifa hvers sé vænst af þeim í kynlífi. Þetta vitum við vegna þess að það hefur verið rannsakað. Skilaboðin sem þeir fá þar eru röng. Mjög röng. Að ofbeldi eigi heima í kynlífi, að valdbeiting án raunverulegs samþykkis eigi heima í kynlífi. Að þeir séu flottir, heitir, töff eða alvöru karlmenn ef þeir beita annað fólk valdi, ofbeldi! Kannski er þetta sérstaklega vandi meðal sískynja, gagnkynhneigðs fólks, kannski ekki. Staðreyndin er í öllu falli sú að það eru fullt af stelpum að stunda kynlíf með þessum strákum. Stelpum sem hefur verið kennt alla ævi að vera kurteisar og segja já en ekki nei. Þær læra að þær séu heitar ef þær eru þjónandi í kynlífi og leyfa strákum það sem þeir vilja. Samspil þessarra þátta er hættulegt. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að stelpur geti aldrei gefið samþykki sitt fyrir kinki, fílað það og viljað. Að halda öðru fram gerir lítið úr okkur öllum. Það þýðir hins vegar að það er ekki alltaf einfalt og að það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar. Það eru líka þau sem telja það vera leið til að uppfylla sín kynjahlutverk og eru í vanda, þurfa hjálp og stuðning fullorðna fólksins í samfélaginu. Til umhugsunar: Gæti verið að stutt umfjöllun um kyrkingar verði til þess að unglingar sem halda fyrir að þetta sé partur af þeirra hlutverki í kynlífi, álíti það vera staðfestingu á því? Ábyrgðina á þessu er hins vegar algerlega óásættanlegt að setja á BDSM hneigt fólk eða nokkurn annan minnihluta hóp. Þau hafa í gegnum tíðina verið látin burðast um með mikla skömm fyrir hver þau eru. Þeirra langanir dæmdar rangar eða jafnvel ógeðslegar. Undanfarin ár hefur margt kinký fólk, BDSM hneigt og mörg önnur sem hafa gegnum tíðina verið útskúfað úr því sem meginstraumur fólks álítur æskilegt kynlíf, loksins upplifað að þau séu tekin í einhverja sátt og eigi sinn tilverurétt. Það er því svo ótrúlega mikilvægt að taka ekki skref til baka í þeim málum, við megum ekki reka fólk aftur inn í skápinn, inn í skömmina. Það má fíla að láta kyrkja sig. Það má vera sub og það má vera dom og sennilega eru fá sem skilja samþykki jafn vel og þau sem stunda gott BDSM. Fólkið sem tilheyrir samtökum með einkunnarorðin – Öruggt – Meðvitað – Samþykkt. Það er algerlega óásættanlegt að BDSM hneigð ungmenni gangi með skömm í hjarta út úr kennslu, hvort sem það er kynfræðsla, kynjafræði eða danska. Kyrkingar, bindingar, leikur með vald og fleira hefur verið hluti af kynlífi sumra lengi, kannski alltaf. Það er ekki tilkomið með klámi. Klámiðnaðurinn hefur þó á undanförnum árum tekið það, gert sér úr því gífurlega fjármuni og um leið mótað menningu okkar á hátt sem ekki á fordæmi. Það sem iðnaðurinn tók hins vegar ekki með, er samþykki, virðing og öryggi enda er það tímafrekt og kostar peninga í stað þess að búa þá til. Sökin liggur þar. Það er gott að við séum að tala um þetta, en tilfinningalegt öryggi fólks í viðkvæmri stöðu er hár fórnarkostnaður. Ég vona því að þau sem hafa tekist á, Hanna Björg, María og Sigga Dögg og öll þau sem taka þátt í umræðunni, hlusti á skoðanir og sjónarmið þeirra sem eru ósammála. Ég vona að reynslan og menntunin skili þeim þori til að að skoða í fullri einlægni hvort eitthvað mætti betur fara hjá þeim sjálfum. Vegna þess að ef við öll lærum ekki af þessari hörðu og erfiðu umræðu var þessi fórnarkostnaður alltof hár. Höfundur er doktorsnemi í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Kynlíf Grunnskólar Framhaldsskólar Klám Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman Þá án þess að hún fylli þau skömm eða rífi upp sárin sem þau eru að reyna að græða. Til þess að það megi verða held ég að öll sem koma að þessu máli þurfi að hlusta á hvert annað og endurskoða sína afstöðu að einhverju leyti. Það er mikilvægt að eiga opið og heiðarlegt samtal við unglinga um kynlífið sem þau stunda, ekki það sem okkur finnst að þau ættu að stunda. Svara spurningunum sem þau hafa án þess að dæma þau eða valda þeim skömm og líka án þess að triggera þau sem eiga að baki erfiða reynslu. Skírlífisstefnan í kynfræðslu í Bandaríkjunum ætti að segja okkur allt sem þarf um áhrif þess að vera með boð og bönn. Ég held reyndar að það sé vel hægt að eiga þetta opna samtal um kynfræðslu án þess að ræða tækni. Umræðuefni eins og kyrkingar má t.d. tækla með að: Segja unglingunum að það sé ekkert að þeim eða rangt við að langa þetta. Staðsetja það innan BDSM og láta vita að það séu til samtök sem halda utan um hópinn, fræða og styðja. Ræða hversu miklu máli hugtökin samþykki og mörk skipta í þessu og segja þeim að það tekur langan tíma og mikla vinnu að ná fullum skilningi á þeim. Í BDSM er gífurlega mikil áhersla lögð á þetta og góðan undirbúning. Í ofanálag er góð þekking á partnernum þínum mikilvæg þegar mikill ákafi er í BDSM leik, svo þetta er ekkert til að prófa t.d. í skyndikynnum. Láta vita að það sé líka í lagi að langa þetta ekki og það þýði ekki að fólk sé ekki nógu ævintýragjarnt eða skemmtilegt í kynlífi. Hvort það þýði að það eigi eða megi ekki kenna tækni í kynfræðslu ætla ég ekki að dæma um. Sjálfsagt er það misjafnt og fer eftir aðstæðum. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að staldra við og hugsa það vel. Það á líka við um þau sem hafa áralanga reynslu og mikla menntun, ekkert okkar er óskeikult. Til umhugsunar: Gæti verið að kinký unglingurinn í hópnum græði meira á að heyra stöfunum B D S og M skeytt saman en að fá kennslu í tækni? Eða gæti orðið til falskt öryggi ef unglingar telja sig kunna eitthvað sem þarf í raun mikla æfingu fyrir, eins og t.d. kyrkingar? Mainstream klám, það klám sem börn og unglingar hafa aðgang að ókeypis, er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og t.d. oftast mun grófara en BDSM klám. Íslenskir unglingsstrákar horfa mikið á klám og það hefur áhrif á hvernig þeir upplifa hvers sé vænst af þeim í kynlífi. Þetta vitum við vegna þess að það hefur verið rannsakað. Skilaboðin sem þeir fá þar eru röng. Mjög röng. Að ofbeldi eigi heima í kynlífi, að valdbeiting án raunverulegs samþykkis eigi heima í kynlífi. Að þeir séu flottir, heitir, töff eða alvöru karlmenn ef þeir beita annað fólk valdi, ofbeldi! Kannski er þetta sérstaklega vandi meðal sískynja, gagnkynhneigðs fólks, kannski ekki. Staðreyndin er í öllu falli sú að það eru fullt af stelpum að stunda kynlíf með þessum strákum. Stelpum sem hefur verið kennt alla ævi að vera kurteisar og segja já en ekki nei. Þær læra að þær séu heitar ef þær eru þjónandi í kynlífi og leyfa strákum það sem þeir vilja. Samspil þessarra þátta er hættulegt. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að stelpur geti aldrei gefið samþykki sitt fyrir kinki, fílað það og viljað. Að halda öðru fram gerir lítið úr okkur öllum. Það þýðir hins vegar að það er ekki alltaf einfalt og að það eru ekki bara BDSM hneigð eða kink elskandi ungmenni sem eru að stunda kyrkingar. Það eru líka þau sem telja það vera leið til að uppfylla sín kynjahlutverk og eru í vanda, þurfa hjálp og stuðning fullorðna fólksins í samfélaginu. Til umhugsunar: Gæti verið að stutt umfjöllun um kyrkingar verði til þess að unglingar sem halda fyrir að þetta sé partur af þeirra hlutverki í kynlífi, álíti það vera staðfestingu á því? Ábyrgðina á þessu er hins vegar algerlega óásættanlegt að setja á BDSM hneigt fólk eða nokkurn annan minnihluta hóp. Þau hafa í gegnum tíðina verið látin burðast um með mikla skömm fyrir hver þau eru. Þeirra langanir dæmdar rangar eða jafnvel ógeðslegar. Undanfarin ár hefur margt kinký fólk, BDSM hneigt og mörg önnur sem hafa gegnum tíðina verið útskúfað úr því sem meginstraumur fólks álítur æskilegt kynlíf, loksins upplifað að þau séu tekin í einhverja sátt og eigi sinn tilverurétt. Það er því svo ótrúlega mikilvægt að taka ekki skref til baka í þeim málum, við megum ekki reka fólk aftur inn í skápinn, inn í skömmina. Það má fíla að láta kyrkja sig. Það má vera sub og það má vera dom og sennilega eru fá sem skilja samþykki jafn vel og þau sem stunda gott BDSM. Fólkið sem tilheyrir samtökum með einkunnarorðin – Öruggt – Meðvitað – Samþykkt. Það er algerlega óásættanlegt að BDSM hneigð ungmenni gangi með skömm í hjarta út úr kennslu, hvort sem það er kynfræðsla, kynjafræði eða danska. Kyrkingar, bindingar, leikur með vald og fleira hefur verið hluti af kynlífi sumra lengi, kannski alltaf. Það er ekki tilkomið með klámi. Klámiðnaðurinn hefur þó á undanförnum árum tekið það, gert sér úr því gífurlega fjármuni og um leið mótað menningu okkar á hátt sem ekki á fordæmi. Það sem iðnaðurinn tók hins vegar ekki með, er samþykki, virðing og öryggi enda er það tímafrekt og kostar peninga í stað þess að búa þá til. Sökin liggur þar. Það er gott að við séum að tala um þetta, en tilfinningalegt öryggi fólks í viðkvæmri stöðu er hár fórnarkostnaður. Ég vona því að þau sem hafa tekist á, Hanna Björg, María og Sigga Dögg og öll þau sem taka þátt í umræðunni, hlusti á skoðanir og sjónarmið þeirra sem eru ósammála. Ég vona að reynslan og menntunin skili þeim þori til að að skoða í fullri einlægni hvort eitthvað mætti betur fara hjá þeim sjálfum. Vegna þess að ef við öll lærum ekki af þessari hörðu og erfiðu umræðu var þessi fórnarkostnaður alltof hár. Höfundur er doktorsnemi í forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun