Orðrómurinn er á meðal þess sem Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir í Brennslutei vikunnar í morgun. Þar fór Birta yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins vestanhafs.
„Kanye West endalaust að reyna skemma fyrir þeim og nýjasta nýtt er að hann sé að segja fólki að Pete Davidson sé með Aids,“ greinir Birta Líf frá.
Fólk virðist þó taka þessum orðróm með fyrirvara, þar sem West hefur ekki farið leynt með það hingað til að hann sé ekki beint aðdáandi nýja kærastans. Til að mynda rappaði hann nýlega um það að berja Davidson.
„Pete og fólkið í kringum hann neita þessu og segja að þetta sé ekki rétt.“
Kim reynir að halda friðinn
Þetta er þó ekki eina uppátæki West sem rataði í Brennslute vikunnar. Nýlega sagðist hann hafa komist yfir tölvu með öðru kynlífsmyndbandi barnsmóður sinnar og fyrrverandi kærasta hennar Ray J.
„Hann sagðist svo hafa farið og skutlað tölvunni til Kim og hún farið grátið af ánægju að þessi tölva væri komin í hennar hendur. Hann segir frá þessu í viðtali. Svo kemur teymið hennar Kim fram og segir að það hafi vissulega verið tölva, en það hafi ekkert verið neitt kynlífsmyndband númer tvö!“
Margir hafa furðað sig á því hve mikla þolinmæði Kardashian hefur sýnt hegðun fyrrverandi eiginmanns síns. Heimildarmaður People-tímaritsins segir hana einfaldlega ekki vilja gera hlutina verri en þeir eru nú þegar og því reyni hún að halda ró sinni gagnvart honum.
Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.