Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 12:50 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira