Er komið að skimun hjá þér? Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2021 tók heilsugæslan við framkvæmd skimana fyrir leghálskrabbameini af Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem hafði sinnt því hlutverki með prýði frá því skimanirnar hófust árið 1964. Um leið og heilsugæslan tók við verkefninu var HPV frumskimun einnig innleidd líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Nú er konum boðið upp á næmari og öruggari skimun en áður um leið og hægt er að láta líða lengra á milli skimana. Þetta byggir á þekkingu okkar á hlutverki HPV veirunnar í þróun frumubreytinga og leghálskrabbameins. Í stað þess að gera frumugreiningu á öllum leghálssýnum er nú nóg að gera frumugreiningu á þeim sýnum sem eru HPV jákvæð í aldurshópnum 30-64 ára. Þetta er kallað HPV frumskimun (e. primary screening). Algengi HPV smita hjá konum undir 30 ára er það hátt að ennþá eru gerðar frumugreiningar á öllum sýnum í aldurshópnum 23-29 ára. Næmari og öruggari skimun Það þarf ekki að fjölyrða um þá erfiðleika sem komu upp í byrjun síðasta árs sem skiljanlega ollu óánægju og óöryggi hjá bæði notendum þjónustunnar og fagfólki. Þau vandamál sem komu upp snerust nær alfarið um þann tíma sem það tók að upplýsa konur og sýnatökuaðila um niðurstöður. Öryggi greininga á sýnunum var tryggt frá upphafi og hefur ekki verið ábótavant. Heilsugæslan og Embætti landlæknis unnu að því hörðum höndum að leysa þau mál sem upp komu og í lok síðasta sumars var staðan orðin allt önnur og viðunandi. Síðan þá hafa 99% kvenna fengið sínar niðurstöður inn á island.is innan 40 daga frá sýnatökunni. Niðurstöður eiga að berast konum innan 4-6 vikna en í mörgum tilfellum líða þó aðeins 1-2 vikur. Þessi biðtími er sá sami og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Staðan önnur og mun betri Þegar skimunin var flutt frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins var einnig ákveðið að greining leghálssýnanna yrði í höndum danskrar rannsóknarstofu. Heilbrigðisráðherra fól Landspítala að taka við þessari starfsemi sem hófst formlega í þessari viku. Í ljósi fyrri reynslu mun Landspítali taka við greiningunum í þrepum en danska rannsóknastofan mun einnig halda þeim áfram út þetta ár. Heilsugæslan hefur frá upphafi verið staðráðin í að veita konum góða þjónustu við skimanir fyrir leghálskrabbameini. Búið er að komast yfir mestu erfiðleikana sem upp komu í byrjun og staðan í dag er allt önnur og betri. Heilsugæslan mun að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna. Vitundarvakning og hvatningarátak Stærsta verkefnið núna er að fá konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafa þess vegna hafið hvatningarátak sem hefst með ljósmyndasýningu í Kringlunni í dag. Sýningin Er komið að skimun hjá þér? segir sögur 12 þjóðþekktra kvenna sem deila upplifunum sínum af leghálsskimun og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt. Það er von mín að almenningur sjái að heilsugæslan hefur látið hendur standa fram úr ermum við að koma þessari mikilvægu þjónustu í viðunandi horf og að konur nýti sér hana þeirra sjálfra vegna. Hægt er að nálgast upplýsingar um skimun fyrir leghálskrabbameini á Samhæfingarstöð krabbameinsskimana | Heilsugæslan (heilsugaeslan.is), Skimun fyrir leghálskrabbameini | Heilsuvera og Skimun fyrir leghálskrabbameini - Embætti landlæknis (landlaeknir.is). Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar