Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 14:17 Pósthúsunum á Hellu og Hvolsvelli verður lokað 1. maí í vor að öllu óbreyttu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira