Þyrlan TF-EIR var komin að Arnarstapa klukkan 16:13 og var áhöfnin búin að flytja slasaða vélsleðamanninn á Landspítalann í Fossvogi laust fyrir 17. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en hann hafði ekki upplýsingar um líðan mannsins.
