Framlengingin: „Hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 23:01 Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds ræddu meðal annars um fjölda útlendinga í deildinni. Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson og sérfærðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í Framlengingunni í síðasta þætti. Þeir ræddu meðal annars um fjölda erlendra atvinnumanna í deildinni. „Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin
Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti