Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. febrúar 2022 15:49 Chanel og félagar. Sigurvegarar í Eurovision á Spáni og framlag Spánverja í úrslitakeppninni á Ítalíu í vor. Manuel Queimadelos Alonso/Getty Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna. Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið. Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Það er óhætt að segja að Spánverjar fylgist ekki með Eurovision söngvakeppninni af sömu ástríðu og mörlandinn. Öðru nær, hér fylgjast fáir með og flestir vita bókstaflega ekki af þessari keppni. Þar til í ár. Spænska ríkissjónvarpið ákvað nefnilega að blása til veislu og halda úrslitakeppnina með pompi og prakt í sólarparadísinni Benidorm þar sem milljónir manna sleikja sólina ár hvert. Og nú er búið að velja framlag Spánverja, með þvílíkum látum að jafnvel spænskir stjórnmálaleiðtogar eru farnir að blanda sér í málið og dómnefndarmönnum berast líflátshótanir. Sigurvegari keppninnar heitir Chanel. Hún er katalónsk og kúbversk og lagið hennar heitir SloMo. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4mYBiIO0pfY">watch on YouTube</a> Lagið var ekki talið líklegt til afreka, og alls ekki spáð sigri. Þessu lagi var hins vegar spáð sigri. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4uGN9efcACw">watch on YouTube</a> Þetta eru þrjár konur frá Galisíu, sem er á norðvesturodda Spánar, norðan við Portúgal, lagið er á galisísku og, það hreinlega burstaði símakosningu almennings í úrslitakeppninni um síðustu helgi. Lagið er enda gríðarlega kraftmikið og með djúpar rætur í galískri þjóðlagahefð. Það féll í kramið hjá spænsku þjóðinni og lagið fékk rúm 70 prósent allra atkvæða í símakosningunni. Einhvern tímann hefði það nú dugað til að vinna keppni. Í þokkabót fékk Chanel ekki nema rétt tæp 4 prósent atkvæða frá almenningi. Íslendingur í dómnefnd sem hunsaði vilja almennings En þá er komið að atkvæðum dómnefndarinnar. Og hlut Íslendinga í því að koma lagi sem spænska þjóðin vill ekki, í úrslitakeppnina í vor. Hin faglega dómnefnd var skipuð fimm manns, þremur spænskum listakonum, og tveimur körlum, tónlistarstjóra frá Austurríki og einum Íslendingi, Felix Bergssyni, sem er eins og flestir vita, mikill Eurovision sérfræðingur, tónlistarmaður og fararstjóri Íslendinga í Eurovision. Þessi dómnefnd valdi Chanel sem sigurvegara og vegna þess hve mikið vægi fimmmenningarnir hafa gagnvart 200.000 atkvæðum spænsku þjóðarinnar, þá dugði það til að velta galísku valkyrjunum úr sessi. Dómnefndarmeðlimum hótað lífláti Og það er bókstaflega allt vitlaust. Dómnefndarmönnum hafa sumum hverjum borist líflátshótanir, spænsk kona sem sat í dómnefndinni er sökuð um að vera góð vinkona Chanel og hún segir að börnum hennar hafi verið hótað lífláti. Og fleiri úr dómnefndinni greina frá því að þeir hafi móttekið skilaboð þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Spænskir stjórnmálaleiðtogar nokkurra flokka hafa ekki látið sitt eftir liggja og lýst yfir stuðningi sínum við galísku söngkonurnar sem sitja eftir með sárt ennið. Spænska ríkissjónvarpið fann sig knúið til að boða til blaðamannafundar í vikunni þar sem talsmenn þess reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir viðurkenndu þó að ákveðin mistök hefðu átt sér stað, sem bendir til þess að í framtíðinni komi atkvæði almennings kannski til með að vega þyngra þegar framlag Spánverja verður valið.
Spánn Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira