„Ég er ungur í anda og hef alltaf verið það. Markmiðið mitt er að hafa eins mikið gaman eins lengi og mögulegt er,“ segir Alex sem er 31 árs en margir halda að hann sé rétt rúmlega tvítugur.
„Þetta byrjaði um 25 ára aldurinn. Ég var á einhverjum krossgötum í lífinu, hvað í andskotanum á ég að gera með orkuna mína og tímann minn,“ segir Alex sem lifir í raun á því í dag að ferðast um og gera myndbönd fyrir fyrirtæki.
„Áður en ég vissi af byrjuðu tækifærin bara að koma til mín og á innan við sex mánuðum voru tekjurnar mínar búnar að tvöfaldast og ég byrjaður að vinna við eitthvað draumadæmi.“
Í þáttunum stekkur til að mynda Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir út í foss.
„Það var alveg merkilegur dagur og mjög gaman. Þetta er líka uppáhalds sportið mitt af öllum þeim sportum sem við erum að fjalla um í þáttunum. Fólk heldur mikið að ég sé algjör ofurhugi og ekkert hræddur við neitt, en í rauninni er ég hræddur við allt. Ég er skíthræddur allan tímann og það er í rauninni það sem gerir þetta skemmtilegt.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.