„Þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Fresta þurfti tveimur leikjum hjá Fram vegna kórónuveirusmita en Framarar sneru aftur til keppni í gærkvöld, gegn Gróttu. vísir/hulda margrét Þó að keppni í Olís-deild karla í handbolta sé tiltölulega nýhafin aftur eftir EM þá hefur þegar þurft að fresta fjórum leikjum vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðanna. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu vöngum yfir reglum um frestanir vegna smita. Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira