Fjölskylda Oldsberg staðfestir andlátið í samtali við sænska fjölmiðla og segir hann hafa andast fyrr í dag eftir stutt og alvarleg veikindi.
Oldsberg ólst upp fyrir utan Gautaborg og starfaði sem íþróttafréttamaður og stýrði lengi þættinum Tipsextra á níunda og tíunda áratugnum í sænska sjónvarpinu þar sem áhugamenn um enska boltann fengu að sjá sinn vikulega leik.
Oldsberg stýrði á ferli sínum einnig fjölda spurninga- og skemmtiþátta sem sýndir voru á besta sýningartíma, meðal annars þættinum På spåret á árunum 1987 til 2009 og svo Bingólottó á árunum 2014 til 2017.
Hann hlaut heiðursverðlaun sjónvarpsverðlaunahátíðarinnar Kristalsins árið 2012.
Oldsberg lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn.