Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 15:57 Árið gekk vel hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli samanborið við 3,7% fyrir árið 2020. Tekjur bankans á síðasta ársfjórðungi hækkuðu um 8,8% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 11,9 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Stefnt er að því að greiða út umfram eigið fé sem metið er á um 40 milljarða króna að frádreginni arðgreiðslu, á næstu einu til tveimur árum. Hreinar vaxtatekjur banakns námu samtals 34,0 milljörðum króna á árinu 2021 sem er hækkun um 2,0% á milli ára og skýrist af stærra lánasafni. Vaxtamunur fyrir árið 2021 var 2,4% samanborið við 2,6% á árinu 2020 þar sem voru að meðaltali lægri á árinu 2021. Hreinar þóknanatekjur hækkuðu um 22,1% á milli ára og námu samtals 12,9 milljörðum króna á árinu 2021. Hreinar fjármunatekjur námu 2,5 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við tap árið 2020 að fjárhæð 1,4 milljörðum króna. Viðsnúningur vegna jákvæðrar virðisrýrnunar Kostnaðarhlutfall lækkaði verulega á milli ára, úr 54,3% árið 2020 í 46,2% árið 2021. Útlán til viðskiptavina jukust um 7,9% á árinu 2021, sem má að mestu rekja til aukinna umsvifa á húsnæðislánamarkaði. Innlán frá viðskiptavinum jukust um 64,6 milljarða króna á árinu 2021, eða 9,5%, sem má að mestu rekja til aukningar innlána hjá viðskiptabanka en innlán jukust einnig hjá einstaklingum. Hrein virðisrýrnun á árinu 2021 var jákvæð um 3,0 milljarða króna samanborið við neikvæða virðisrýrnun að fjárhæð 8,8 milljarða króna á árinu 2020. Að sögn bankans er jákvæð virðisrýrnun aðallega tilkomin vegna bjartari horfa í ferðaþjónustu en á árinu 2020 var neikvæð virðisrýrnun tengd upphafi heimsfaraldurs COVID-19. Áhættukostnaður útlána var -0,28% á ársgrundvelli fyrir árið 2021 samanborið við 0,91% árið 2020. Hækka arðsemisspá Arðsemi á fjórða ársfjórðungi í fyrra var umfram arðsemismarkmið bankans og spár greiningaraðila. Í ljósi þessa og hærra vaxtaumhverfis hefur stjórn Íslandsbanka samþykkt að hækka arðsemismarkmið úr 8-10% fyrir 2023 í >10%. „Eftir því sem íslenska hagkerfið tekur við sér gerir bankinn ráð fyrir því að lánasafnið og þóknanatekjur vaxi í takt við verga landsframleiðslu og aukin umsvif í efnahagskerfinu. Þrátt fyrir að búist sé við að arðsemi bankans verði á bilinu 8–10% á árinu 2022 þá mun rísandi hagkerfi, hækkandi vaxtaumhverfi og kostnaðaraðhald styðja við markmið bankans um 10% arðsemi til millilangs tíma.“ Spennt fyrir frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum Að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, jukust sjálfbærar lánveitingar um 134% á seinasta ári og nema nú 6% af heildarútlánum bankans. Bankinn hafi sett sér skýr markmið um að auka hlutdeild sjálfbærra lána á árinu 2022. „Á árinu var bankinn meðal annars með mestu veltu á skuldabréfamarkaði, hæstu ávöxtun hlutabréfasjóðs og leiðandi í fyrirtækjaráðgjöf. Jafnframt hafa fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka endurtekið mælst ánægðustu viðskiptavinirnir meðal samkeppnisaðila í þjónustukönnunum og á einstaklingshliðinni eru yfir 90% viðskiptavina með húsnæðislán ánægð með þjónustu bankans,“ segir Birna í tilkynningu. „Síðustu misseri höfum við unnið markvisst að því að besta efnahagsreikning bankans og á aðalfundi, sem haldinn verður í mars næstkomandi, munum við óska eftir samþykki hluthafa til að hefja útgreiðslu umfram eiginfjár samhliða árlegri arðgreiðslu í samræmi arðgreiðslustefnu bankans. Við erum spennt fyrir árinu 2022, frekari sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37 Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3. febrúar 2022 13:37
Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9. febrúar 2022 18:11