Að því er kemur fram í frétt NBC um málið var skotárásin á bar í vesturhluta Hollywood en auk rapparans, sem heitir réttu nafni Bill Kapri og er 24 ára gamall, voru hinir tveir sem fluttir voru á spítala nítján ára og sextíu ára.
Þá særðist einn til viðbótar í árásinni en þurfti ekki að leita á spítala vegna sára sinna.
Myndefni frá TMZ sýnir að rapparinn hafi verið á leið út af barnum ásamt fylgdarliði og vini þegar slagsmál brutust út milli hóps manna á götunni. Tíu skotum var hleypt af og sást fólk hlaupa í burtu.
Að sögn lögreglu er búist við að allir nái fullum bata en ekki liggur fyrir að svo stöddu hver aðdragandi skotárásarinnar var. Málið er nú til rannsóknar.
According to TMZ, Kodak Black & his entourage were reportedly involved in a fight at a Justin Bieber concert after party. During the fight, at least 10 shots were fired & four people who were injured are now in stable condition pic.twitter.com/FthZ8OKMTR
— Power 106 (@Power106LA) February 12, 2022